Íslenskt timbur
Velkomin á íslenskt timbur, heimasíðu sem er tileinkuð framtíðarnýtingu íslensks timburs í mannvirkjagerð. Markmið okkar er að kynna íslenskar viðarvinnslur og möguleika á sjálfbærri nýtingu á staðbundnu timbri. Verkefnið er styrkt af Ask og mun heimasíðan halda áfram að þróast eftir því sem verkefnið heldur áfram.
Spá um viðarmagn úr íslenskum skógum
500 - 1000 m3
2024
80 % Árleg aukning
7500 m3
2030 - 2039
Framtíðarsýn okkar
Framtíðarsýn okkar er að efla samstarf milli íslenskra timburframleiðenda og mannvirkjahönnuða til að stuðla að aukinni notkun íslensks timburs í byggingariðnaði. Með stækkandi skógum, aukinni þekkingu og nýjum vottunum, er íslenskt timbur í stakk búið til að verða lykilhluti í sjálfbærri mannvirkjagerð. Við höfum trú á að íslenskt timbur verði ákjósanlegur valkostur fyrir sjálfbærar byggingar og stuðningur við íslenskt samfélag og efnahag.
Þessi síða er í vinnslu og verður reglulega uppfærð með nýjum upplýsingum um möguleika, þróun og samstarfstækifæri á sviði íslensks timburs. Í gegnum hana munum við kynna fjölbreytt úrval af viðarvinnslum, og veita mannvirkjahönnuðum innsýn í hvernig íslenskt timbur getur orðið hluti af þeirra verkefnum.